Description
Nanolex Si3D Cerabide er fyrsta efnið sinnar tegundar í heiminum. Si3D Cerabide frá Nanolex veitir keramikvörn sem á enga sína líka, í raun svo mikla að hún fyllir upp í fíngerðustu rispur á lakkinu og ver um leið gegn frekari rispum. Keramikvörnin eykur jafnframt litadýpt.
Si3D Cerabide er einnig gætt þeim sérstaka eiginleika að einstaklega auðvelt er að þurrka leifar af keramikefninu af jafnvel þó það hafi verið á fletinum í allt að klukkutíma. Þetta kom í ljós í prófunum á efninu hjá Nanolex í Þýskalandi.
Það hefur heldur aldrei verið auðveldara að verja nýja bíla en með þessari keramikvörn. Efnið fyllir upp í allar fíngerðar rispur og skemmdir og gefur yfirborðinu/lakkinu einstakan gljáa. Efnið er auðvelt í notkun og notkunin felur í sér mikinn tímasparnað þegar kemur að undirbúningsvinnu.
Si3D CERABIDE var þróað, prófað og framleitt í Þýskalandi.
Innihald
- Eina 30ml flösku af Si3D Cerabide
- Tíu hvíta fíngerða Application Cloth úr fíngerðu míkrófíber efni
- Einn Applicator block (kubb)
- Eitt par af Nitrile einnota hönskum
Eiginleikar
- Fyrsta keramikvörnin í heiminum sem inniheldur si-carbide (sílikon karbíða)
- Gefur lakkinu einstaka litadýpt
- Fyllir upp í fíngerðar rispur
- Rispuvörn sem á enga sína líka
- Má nota á allt lakkað yfirborð og yfirborð úr plasti
- Ótrúlega auðvelt í notkun – jafnvel þótt efnið hafi beðið á yfirborðinu í lengri tíma
- Nóg að bera á eitt lag til að ná fram hámarksvirkni
- Endist í allt að 75.000 km
- Einstök vatnsfælni
Notkunarleiðbeiningar
- Gangið úr skugga um að slökkt sé á ökutækinu og að það sé hreint og þurrt
- E.t.v. þarf að massa lakkið fyrir notkun (matsatriði)
- Undirbúið yfirborðið með því að þurrka af því t.d. með Nanolex Ex svo engin óhreinindi eða bónleifar sitji eftir.
- Mikilvægt er að vera í Nitrile einnota hönskunum sem fylgja með
- Setjið 8-10 dropa af Nanolex Si3D Cerabide í klútinn (vafinn utan um kubb) og berið varlega á yfirborðið án þess að þrýsta/nudda fast. Gætið þess að efnið dreifist jafnt.
- Látið efnið bíða í hámark 3 mínútur, fjarlægið það sem eftir er af efninu með hreinum og þurrum míkrófíber klút
- Þegar búið er að verja allan bílinn látið hann þá standa á hlýju og þurru svæði í a.m.k. 12 tíma – jafnvel 24.
- Hægt er að nota infrarautt hitaljós til að flýta fyrir hámarksvirkni.
- Notið engin hreinsiefni á bílinn næstu 7 daga.
Aukaefni
- Notkunarleiðbeiningar (PDF)
- Öryggisleiðbeiningar (PDF)
Reviews
There are no reviews yet.