Nanolex Ultra Glass

Keramikvörn fyrir bílrúður

5.990 kr.

Nanolex Ultra Glass er þannig hannað að það binst yfirborði glersins í allt að 18 mánuði. Efnið eykur skyggni og þ.a.l. lika öryggi við akstur í votviðri/rigningu.

In stock

SKU: NXUG01 Categories: ,

Description

Nanolex Ultra Glass keramikvörn inniheldur hæsta mögulega magn af SiO2 til að ná fram bestu mögulegu vatnsfælni. Vatnið perlast og fýkur í burt ef ekið er í regni. Efnið ver einnig gegn óhreinindum, snjó og slyddu og minnkar líkurnar á því að snjór og slydda frjósi fast á rúðunni.

Nanolex Ultra Glass var þróað, prófað og framleitt í Þýskalandi.

Eiginleikar

  • Ending: 18 mánuðir eða ca. 25.000 km akstur (framrúða) og 60.000km (rúður án rúðuþurrku)
  • 3-6 ml af efninu er nóg á framrúðu
  • Til að ná hámarksárangri skal nota Nanolex Glass Polish og Nanolex Glass Cleaner áður en Nanolex Ultra Glass er notað.

Notkunarleiðbeiningar

Setjið 5 ml af Nanolex Glass Polish í hreinan klút og þrífið glerið vandlega þar til allt yfirborðið er skínandi hreint. Þetta er mjög mikilvægt skref í því að ná fram sem bestum árangri. Notið Nanolex EX á eftir til að ganga úr skugga um að allar efnisleifar verði fjarlægðar. Þrífið rúðuþurrkurnar líka vel þar sem óhreinar rúðuþurrkur geta auðveldlega eyðilagt nýja keramikhúð.

Athugið! Það er mikilvægt að vera í Latex- eða Nitril hönskum (til að verja húðina) þegar vörurnar frá Nanolex eru notaðar.

  1. Hristið vel fyrir notkun
  2. Notkun á Nanolex Ultra Glass: Setjið nokkra dropa af efninu á bómullarskífu – það þarf alls ekki að nota mikið magn af efninu. Berið jafnt á alla bílrúðuna og þá myndast grá slikja á rúðunni. Strjúkið/þurrkið slikjuna af eftir að Nanolex Ultra Glass hefur gufað upp, notið við það hreinan (míkrófíber) klút. Ekki snerta rúðuna eftir að hún hefur verið fægð og passið upp á að enginn raki setjist á hana. Þegar rúðan er orðin þurr strjúkið þá aftur af rúðunni og rúðuþurrkunum með hreinum klút til þess að hreinsa burt það sem eftir er af gráu slikjunni.
  3. Um leið og rúðan hefur verið fægð er vörnin þurr og þolir snertingu. Til að ná sem bestum árangri er best að láta vörnina þorna í allt að 12 tíma.

Aukaefni

Additional information

Weight 0,100 kg
Stærð

100 ml

Reviews

There are no reviews yet.

Only logged in customers who have purchased this product may leave a review.