Nanolex SiSplash

Spreybón sem veitir frábæran gljáa og einstaka vatnsfælni

3.790 kr.

Nanolex SiSplash er ótrúlega öflugt og endingargott spreybón sem er einstaklega auðvelt í notkun.

Á lager

Vörunúmer: NXSiSP001 Flokkar: ,

Lýsing

Nanolex SiSplash er spreybón sem virkar strax bæði á blautu og þurru yfirborði og veitir frábæran gljáa og einstaka vatnsfælni.

Nanolex SiSplash er bæði hægt að nota eitt og sér og eins til að auka endingu Nanolex bónhúðar eða kermikvarnar sem e.t.v. hefur verið borin á áður.

Nanolex SiSplash er borið sparlega á ytra borð bílsins eftir að hann hefur verið þveginn og skiptir þá engu hvort bíllinn er enn blautur eða ekki. Sé efnið borið á blautan bílinn er það skolað vandlega af og bíllinn síðan þurrkaður. Ef efnið er borið á þurran bílinn þarf ekki að skola. Notkun efnisins gerir það að verkum að bíllinn helst lengur hreinn og næsti þvottur verður auðveldari.

Nanolex SiSplash var þróað, prófað og framleitt í Þýskalandi.

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration -:-
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time -:-
 
1x
    • Chapters
    • descriptions off, selected
    • subtitles off, selected

      Eiginleikar

      • Einstaklega auðvelt í notkun
      • Má nota bæði á blautt og þurrt yfirborð
      • Mjög vatnsfælið
      • Gefur frábæran gljáa
      • Veitir silkimjúka áferð
      • Virkar á allt yfirborð bíla, þ.á.m PPF filmur

      Notkunarleiðbeiningar

      • Má hvorki nota í beinu sólarljósi né á heitt ökutæki
      • Notist eftir að bíllinn hefur verið þveginn
      • Til að sem bestur árangur náist er best að fjarlægja óhreinindi eins og tjöru og málm- og járnagnir úr lakkinu með Wheel Cleaner & Iron Remover frá Nanolex.
      • Berið SiSplash sparlega á bílinn, einn flöt í einu
      • Mælt er með að bera á 1-2 fleti í einu áður en efnið er hreinsað af til að koma í veg fyrir vatnsbletti

      Aukaefni