Nanolex WashCoat

Spreybón fyrir froðubyssu

6.190 kr.

WashCoat frá Nanolex er spreybón sem verndar og viðheldur ytra yfirborði bílsins á áhrifaríkan hátt og eykur gljáa og litadýpt.

Á lager

Vörunúmer: NXWC07 Flokkar: ,

Lýsing

Nanolex WashCoat er borið á bílinn eftir þvott en á meðan hann er enn blautur. Efnið binst lakkinu og frískar upp á þá bónhúð/keramikvörn sem er fyrir. Notkun efnisins eykur gljáa lakksins og vatnsfælni til muna. Eins helst bíllinn lengur hreinn og auðveldara verður að þvo og þrífa hann næst.

Nanolex WashCoat var þróað, prófað og framleitt í Þýskalandi.

Eiginleikar

  • Gott efni til að fríska upp á bónhúð eða þá keramikvörn sem er nú þegar á bílnum.
  • Eykur vatnsfælni á öllu ytra byrði bíla
  • Eykur gljáa
  • Bílinn helst lengur hreinn og öll þrif verða auðveldari

Notkunarleiðbeiningar

  • Notist á ytra byrði bíla. Yfirborð verður að vera hreint og blautt.
  • Berið Nanolex WashCoat á með froðubyssu eða spreybrúsa.
  • Þynnið Nanolex WashCoat með vatni rétt fyrir notkun. Blandið 50-100 ml við 500 ml af vatni við fyrstu notkun en 20-50ml við 500 ml af vatni við næstu notkun.
  • Berið efnið jafnt á yfirborðið, látið bíða þar til froðan hefur myndað litla dropa á yfirborðinu.
  • Látið efnið bíða á yfirborðinu í að hámarki 3 mínútur áður en það er skolað af með vatni, best að nota háþrýstidælu.
  • Gangið úr skugga um að allt efnið hafið verið skolað af áður en bíllinn er þurrkaður
  • Nanolex WashCoat nær fullri virkni um leið og bíllinn hefur verið skolaður
  • Efnið geymist í allt að 24 mánuði (geymist á þurrum stað).
  • Forðist beint sólarljós.
  • Notist við 3-30°C hita.

Með réttu viðhaldi endist Nanolex WashCoat á yfirborðinu í ca. 2.000km.

Aukaefni

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,750 kg
Stærð

750 ml

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Einungis innskráðir viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna geta skrifað umsögn.